Links
Archives
- 08/01/2003 - 09/01/2003
- 09/01/2003 - 10/01/2003
- 10/01/2003 - 11/01/2003
- 11/01/2003 - 12/01/2003
- 12/01/2003 - 01/01/2004
- 01/01/2004 - 02/01/2004
- 02/01/2004 - 03/01/2004
- 03/01/2004 - 04/01/2004
- 04/01/2004 - 05/01/2004
- 05/01/2004 - 06/01/2004
- 06/01/2004 - 07/01/2004
- 07/01/2004 - 08/01/2004
- 08/01/2004 - 09/01/2004
- 09/01/2004 - 10/01/2004
- 10/01/2004 - 11/01/2004
- 11/01/2004 - 12/01/2004
- 12/01/2004 - 01/01/2005
- 01/01/2005 - 02/01/2005
- 02/01/2005 - 03/01/2005
- 03/01/2005 - 04/01/2005
- 05/01/2005 - 06/01/2005
- 07/01/2005 - 08/01/2005
- 10/01/2005 - 11/01/2005
- 12/01/2005 - 01/01/2006
- 01/01/2006 - 02/01/2006
- 02/01/2006 - 03/01/2006
- 03/01/2006 - 04/01/2006
- 04/01/2006 - 05/01/2006
- 05/01/2006 - 06/01/2006
- 06/01/2006 - 07/01/2006
- 09/01/2006 - 10/01/2006
- 10/01/2006 - 11/01/2006
- 12/01/2006 - 01/01/2007
- 05/01/2013 - 06/01/2013
.....það sem þessum Ísfirðingum dettur í hug.........!
miðvikudagur, september 22, 2004
Hvað veldur?
Fór að hugsa um það þegar báturinn frá Hólmavík, Kópnesið, sökk á dögunum hve algengt það virðist orðið að skip sem virst hafa í ágætu lagi fara allt í einu að flóðleka og sökkva á skammri stundu, fyrirvaralaust að því er virðist. Ég hélt að eftirlitið hefði sífellt orðið strangara og kröfur aukist með tilkomu EES samningsins. Bolskoðun skipa er enda eitthvað sem er hreinlega lífsspursmál að vel sé unnin. Ég man í svipinn eftir Krossnesinu frá Grundarfirði, Ingimundi gamla frá Hvammstanga, Æskunni (áður Friðrik Bergmann), Gústa í Papey og svo nú síðst Kópnesinu. Aðeins eitt upptalinna skipa var tréskip, Æskan. Að henni kom óstöðvandi leki í þokkalegu veðri á Breiðafirðinum, ekkert varð að gert og eftir stutta stund steinsökk báturinn svo snögglega að áhöfnin(sem var komin í flotgalla) mátti stökkva í sjóinn af skutnum til að forðast sog og brak sem skaust upp á yfirborðið. Þar varð mannbjörg en því miður var svo ekki í tveimur fyrstnefndu tilvikunum. Á stálskipunum virðist byrðingurinn hreinlega hafa gefið sig, líklega vegna spennu eða málmþreytu. Þá er útleiðsla í rafkerfum vel þekkt ástæða tæringar í málmum og mætti nefna dæmi þar um. Einhvern veginn verða menn að finna ástæður þess að skip sem hafa við skoðun virst í lagi hrynja niður í blíðskaparveðri á hafi úti.
þriðjudagur, september 14, 2004
Sumarið styttist.
Nú, eða allavega er lítið orðið eftir af þessu sumri. Held það hafi þó verið jafnlangt og önnur en ég sá þessa snilld," Sumarið styttist óðum" , einhversstaðar í fyrirsögn á dögunum. Þetta sumar hefur nýst fjölskyldunni prýðilega til ferðalaga, a.m.k. þeim hluta hennar sem stundar ferðalög yfirleitt. Með því að hnýta aukadögum við helgar, og reyna að komast úr bænum strax eftir vinnu á föstudögum hefur náðst ótrúlega mikill tími út úr annars litlu fríi. Líklega höfum við aldrei náð að ferðast jafn mikið á einu sumri eins og nú. Og enn er nokkuð eftir. Þrjár ferðir eru áætlaðar fyrir haustið, Brautartunga í Lundarreykjadal með Húsbílafélaginu, hringur um Snæfellsnesið og að síðustu ferð að Skógum á samgöngusafnið. Að þeirri ferð lokinni verður ferðabíllinn tekinn á hús og mun hvíla til næsta vors. Mér þótti s.l. vetur óvanalega stuttur og vona að svo verði einnig nú. Þegar liggur fyrir beinagrind að ferðaáætlun næsta sumars og verður fínpússað í vetur. Mér hefur undanfarið sýnst að því meira sem lagt er að baki í skoðunarferðum um landið komi betur og betur í ljós hversu gríðarmikið er eftir að skoða. Sem betur fer.............
miðvikudagur, september 08, 2004
Þegar líður á sumarið.............
.....og ferðalögum að fækka má ég til að minnast á mismunandi verð á tjaldsvæðum landsins. Nánast allsstaðar er gjald fyrir gistinótt á tjaldsvæði reiknað pr. mann - ekki á gistieininguna sjálfa (tjald,fellihýsi,húsbíl). Nokkrar undantekningar eru þó á þessu, s.s. á Vopnafirði, þar sem í boði er lítið, fallegt og vel staðsett gistisvæði með 2 salernum, sturtu og útivaski með heitu og köldu vatni. Þar voru í sumar teknar 550 kr. fyrir gistieininguna og 250 kr. fyrir hvern fullorðinn. Á Egilsstöðum var gjaldið fyrir fullorðinn hins vegar kr. 750-. Barnagjald var allajafna 250-300 kr. en ég man reyndar ekki hvað það var á Egilsstöðum. Þetta gistisvæði var þó það allra dýrasta sem við spurðum um. Merkilegt nokk, niðri á fjörðum var ekki tekið gjald fyrir gistisvæðin og voru þau þó með allra besta móti hvað snerti búnað, viðhald og daglega hirðu. Við gistum á Seyðisfirði eina nótt, litum á tjaldsvæðið og leist þokkalega á. Gjaldið var 500 kr. á fullorðinn og 300 kr. á barn. Þar sem við þurftum ekki endilega að vera á tjaldsvæði enda ferðabíllinn okkar útbúinn með salerni og rennandi vatni fndum við okkur stað utarlega í bænum norðanvert. Þar var allstórt malarplan og settum við okkur þar niður seint að kvöldi og náttbjuggumst. Ekki höfðum við dvalið nema u.þ.b. 10 mínútur á planinu þegar fólksbíll kemur á fullri ferð, rennir upp að ferðabílnum og út snarast maður. Hann tilkynnir okkur að þetta plan tilheyri tjaldsvæðinu og hér verðum við ekki nema borga! Það fauk dálítið í mig og ég sagði okkur þá einfaldlega færa okkur annað. "Þá verðið þið að fara úr bænum" sagði komumaður. Ég hváði. "jú, það er nefnilega í lögreglusamþykkt bæjarins að bannað er að gista á öðrum stöðum í bænum en á tjaldsvæðunum." Hann kvað þetta hafa verið gert vegna þess vanda sem skapaðist oft á miðvikudögum þegar fólk á leið úr landi með Norrönu streymdi til bæjarins og lagði þá bílum og vögnum nánast inni í görðum hjá íbúum. Hins vegar væri það ljós í myrkrinu að við þyrftum einungis að greiða kr. 500 fyrir gistieininguna á þessum stað því enn skorti jú alla þjónustu á malarplanið, vatn, rafmagn og hreinlætisaðstöðu. Semsagt, ef við vildum nátta á Seyðisfirði yrðum við að borga, að öðrum kosti yfirgefa bæinn. Jamm, ég sem hélt að Seyðfirðingar hefðu verið að kvarta um að ferðamenn stoppuðu ekki á staðnum. Þarna var komin ljóslifandi ein af ástæðunum. Ég sá svo sem ekki eftir fimmhundruðkallinum en fannst peningaplokkið yfirgengilegt. Það var svo eftir öðru að þegar við yfirgáfum bæinn að morgni og klifruðum yfir Fjarðarheiðina sáum við,hvar sem spotti var út af vegkanti eða útskot, allstaðar skilti með yfirstrikuðu tjaldi og áletruninni: No camping-water preservation area. (tjöldun bönnuð-vatnsverndarsvæði). Nú má vel vera að Seyðfirðingum sé annt um vatnsbólin sín en ætli það væri þá ekki rétt að halda sauðkindunum frá vatnsverndarsvæðinu? þeir seyðfirsku sauðir sem þarna ráfuðu um heiðina hafa annaðhvort verið illa læsir (sem er líklegt) eða svo "sauð"þráir að þeir hafi einfaldlega hunzað skiltin (sem er jafn líklegt). Steininn tók þó úr þegar við ókum ofarlega í heiðinni fram hjá mulningsvélum með tilheyrandi vélaskúrum og vinnuvélum, gröfum og vélskóflum. Sem fyrrverandi vinnuvélstjóri og -eigandi veit ég af reynslu að þannig tæki eru sjaldnast laus við olíuleka af einhverju tagi. Og tækin þarna í heiðinni voru hvorki ný né hreinleg. Þar fóru vatnsverndarsjónamiðin fyrir lítið og augljóst að það eitt vakti fyrir því bæjarfélagi sem þessi skilti átti að draga alla gistingu inn á svæði sem síðan væri hægt að plokka ferðamenn fyrir. Meira um þetta síðar
fimmtudagur, september 02, 2004
Hópsálin.
Það er merkilegt fyrirbæri,hópsálin. Hvað er eiginlega þetta afl sem rekur stóran hóp fólks til að hlaupa upp til handa og fóta og skuldbreyta íbúðalánum sínum um leið og ein lánastofnun auglýsir uppbrot á hefðinni (og einokuninni) sem hefur ríkt á þessum markaði í áraraðir? Svo mikill var hamagangurinn að lánastofnunin auglýsti kvöldopnun útibúa sinna til að svala þörf fólks fyrir að hlaupa eftir auglýsingum og vera fyrst.........alveg burtséð frá því hvort nokkur maður vissi yfirhöfuð hvað hann væri að gera eða hvort enn betri kjör kynnu að bjóðast innan skamms og því væri e.t.v. réttara að hinkra aðeins og sjá til. Nei, af stað skyldi hlaupið eins og eitthvað væri að tapast sem aldrei byðist aftur. Þetta sama gerist nú árvisst á "menningarnótt". Reykvíkingar og nærsveitamenn þyrpast niður í bæ til að fylgjast með einhverju sem fæstir vita hvað er jafnvel þótt fólk viti af umferðaröngþveiti og fólksmergð, troðningi, hávaða, fylliríi og sóðaskap. Bara af því að "það eru allir í bænum". Ætli nokkur sé búinn að gleyma "þjóðvegahátíðinni" ´94, þegar hálf þjóðin sat föst í umferðinni á leið til Þingvalla bara vegna þess að allir hinir voru líka að fara, og engin vildi vera annars eftirbátur. Ég er ekki alveg að ná þessu fyrirbæri....................