<$BlogRSDUrl$>

.....það sem þessum Ísfirðingum dettur í hug.........!

mánudagur, júlí 05, 2004

Djíses...... 

Það er næstum mánuður síðan ég jós úr mér síðast. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, gallinn er aðeins sá að vatn er hérumbil alltaf eins þannig að þótt mikið hafi runnið til sjávar hefur nánast ekkert breyst. Fjandans skósmiðurinn á rauða fíatinum einokar enn formúluna og ekki sér fyrir endann á "velgengninni" sem að mínu mati fækkar áhorfendum formúlunnar talsvert. Allavega nennir maður ekki að taka frá tíma svona yfir hásumarið til að setjast við sjónvarp á miðjum degi bara til að sjá skósmiðinn nánast (hring)sóla um keppinautana. Bara leiðinlegt. - Nú hafa verið farnar fimm ferðir á fína ferðabílnum. Sú fyrsta síðari hluta apríl norður um land með stubbunni, næsta einsamall um hvitasunnuna, einnig norður,um Húnaþing vítt og breitt. Sú þriðja,einnig einsamall, um sjómannadagshelgina,til Stykkishólms. Sú fjórða með stubbunni að Hvolsvelli og þaðan vítt og breitt um Holt,Land,Skeið og Flóa. Fimmta ferðin var farin nú um sl. helgi og nú bæði með konunni og stubbunni- nokkurskonar "best-of" ferð um Húnaþing og nú var Borgarvirki skoðað, Hvítserkur og Kolugljúfur. Illugastaðir,Þrístapar og Bjarg í Miðfirði voru líka í pakkanum og stubban áhugasöm frædd um það sem merkilegast var við hvern sögustað. Sjötta ferðin er á teikniborðinu, líklega hringferð,ekið hratt til Akureyrar og slóað þaðan réttsælis að Vík. Þar sett aftur á fulla ferð heim til að skipta um búnað og taka vistir fyrir unglingalandsmót á Króknum um verslunarmannahelgina. Jón og Krína komin til landsins og er þar með fullmannað. Takk.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?