Links
Archives
- 08/01/2003 - 09/01/2003
- 09/01/2003 - 10/01/2003
- 10/01/2003 - 11/01/2003
- 11/01/2003 - 12/01/2003
- 12/01/2003 - 01/01/2004
- 01/01/2004 - 02/01/2004
- 02/01/2004 - 03/01/2004
- 03/01/2004 - 04/01/2004
- 04/01/2004 - 05/01/2004
- 05/01/2004 - 06/01/2004
- 06/01/2004 - 07/01/2004
- 07/01/2004 - 08/01/2004
- 08/01/2004 - 09/01/2004
- 09/01/2004 - 10/01/2004
- 10/01/2004 - 11/01/2004
- 11/01/2004 - 12/01/2004
- 12/01/2004 - 01/01/2005
- 01/01/2005 - 02/01/2005
- 02/01/2005 - 03/01/2005
- 03/01/2005 - 04/01/2005
- 05/01/2005 - 06/01/2005
- 07/01/2005 - 08/01/2005
- 10/01/2005 - 11/01/2005
- 12/01/2005 - 01/01/2006
- 01/01/2006 - 02/01/2006
- 02/01/2006 - 03/01/2006
- 03/01/2006 - 04/01/2006
- 04/01/2006 - 05/01/2006
- 05/01/2006 - 06/01/2006
- 06/01/2006 - 07/01/2006
- 09/01/2006 - 10/01/2006
- 10/01/2006 - 11/01/2006
- 12/01/2006 - 01/01/2007
- 05/01/2013 - 06/01/2013
.....það sem þessum Ísfirðingum dettur í hug.........!
sunnudagur, febrúar 22, 2004
En ef ske kynni....
Skyldi það nú gerast að einhverntíma kæmi sumar þá hefur reynslan kennt mér að að öllum líkindum verður það of stutt. Þetta sama hefur reyndar gilt um öll þau sumur sem ég man eftir. Ennfremur hefur það viljað brenna við að veturinn sé einnig of stuttur. Það gildir líka um flesta þá vetur sem ég hef ætlað mér að nýta til stórvirkja ýmisskonar. Allajafna hefur það verið svo að þegar vora tekur vantar u.þ.b. tvo mánuði uppá að veturinn dugi til að ljúka þessum stórvirkjum. Það hefur hvarflað að mér að þetta geti að hluta verið vegna slælegs skipulags frítíma (lesist:leti) eða skorts á aðstöðu(má líka lesast:leti). Nú horfir í að þetta sama muni enn gerast. Miðað við orð konunnar að áliðnum fyrsta vetri okkar hér syðra (..gáðu að því, Teddi minn, að marz er vormánuður hér..) þá horfir illa með mörg vetrarverkin. Ég hafði ætlað mér að taka vélsleðann minn í gegn en er varla byrjaður. Ég hafði ætlað mér að smíða góða garð (og vélsleða-) kerru en er rétt að byrja. Ég ætlaði að taka jeppabíl sonarins í gegn og selja hann en jeppinn stendur enn ósnertur utan við bílskúrinn. Í vetur ætlaði ég ennfremur að smíða verkfæra- og reiðhjólaskúr í garðinn. Hann er enn á teikniborðinu. Ýmislegt fleira smálegt var ætlunin að gera en fátt orðið úr. Nú er febrúar nær liðinn og "vormánuðurinn" nálgast. Það gera vorverkin einnig svo vetrarstórvirkjunum verður senn vikið til hliðar enda allar líkur á að eftir komandi sumar gefist annar vetur. Þá verður sko tekið á því.........
föstudagur, febrúar 20, 2004
Nei, svei mér þá......
Það er hreint ekkert vor á næsta leiti. Ekki einu sinni þarnæsta. Hér á suðurslóð er alhvítt yfir að líta, þó ekki sé um neina ófærð að ræða. Í heimasveitinni er öllu meiri snjór og enn einu sinni berast fréttir af snjóflóðahættu í byggð og ófærð á þjóðvegum sem tengja einstakar byggðir saman í þessa heild sem byggðarlögin á norðanverðum Vestfjörðum eru, þó enn standi Bolungarvík og Súðavíkurhreppur utan hins sameinaða sveitarfélags. Það blæs því ekki byrlega fyrir okkur fjórum sem hugðum á heimsókn til fjarðarins fríða í næstu viku. Vetrarferðalög okkar milli Ífj. og Rvk. hafa hingað til verið nánast samfelld hörmungarsaga. Hana hirði ég ekki um að rekja frekar enda óviðeigandi að bauna yfir lesandann öðru eins svartnætti á sama tíma og þjóðarneysla gleðilyfja hefur aukist margfalt vegna sífellt vaxandi vetrarþunglyndis (og það hjá hamingjusömustu þjóð heims, skv. síendurteknum könnunum). Samt er það nú svo að fyrir löngu er búið að lofa yngri hluta fjölskyldunnar ferðinni og því ekki um annað að ræða en leggja í´ann og setja allt sitt traust á almættið og segja við sjálfan sig eins og Vilhj. Vilhj.son forðum: ......"einhverntíma skal ég hafa´ða af.
mánudagur, febrúar 16, 2004
Vor á næsta leiti?
Það var ekki laust við að manni fyndist vor í lofti um helgina. Skrapp á sunnudegi upp í Grímsnes til að heilsa upp á húsbílinn,gangsetja og huga að einu og öðru tengdu komandi ferðasumri. Bíllinn reyndist í fullkomnu lagi eftir veturinn og rauk í gang enda hlýtt í veðri. Lét vélina ganga í korter og þurfti nánast að reykræsta geymsluhúsnæðið á eftir,svo mikil var dísilbrækjan. Eftir að hafa kvatt húsbílinn sem fær að hvílast enn um hríð var stefnan tekin niður í Flóann og tekinn "sveitahringur",svo sem tilhlýðilegt þykir á góðum frídegi. Vegirnir á flatlendinu voru allsstaðar svo blautir að minnti helst á svamp. Frost, það litla sem komið hafði, var óðum að hverfa úr jörð og á nokkrum stöðum utan bundna slitlagsins voru farin að sjást skilti um þungatakmarkanir. Reyndist heldur ekki að ástæðulausu því okkar áttamannafar markaði sín örmjóu spor í vegina þó aðeins væru tveir í áhöfn. Okkur sýndist gróður jafnvel vera farinn að taka við sér enda fljótur til í jafngóðu árferði. Daginn lengir hratt og það er ekki laust við að maður finni innra með sér dálítinn vorfiðring á stundum. Dagatalið segir þó að enn megi búast við einu og öðru af veðurguðunum og ekki laust við að smá hnútur sé líka í maganum yfir ferðinni vestur á fjörðinn fríða sem óðum styttist í. Vetrarferðalög eru ekki mitt uppáhald, hvers vegna svo er er aftur efni í annan pistil.
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Og-
Trúr upprunanum fylgist ég með svæðisútvarpi Vestfjarða á textavarpinu. Og reyndar einnig með svæðisútvörpum allra landsfjórðunga á sama hátt. Og verð að segja að mér finnst talsverður munur á framsetningu frétta og orðfæri eftir svæðisstöðvum. Og því miður finnst mér mín stöð að einu leyti einna síst. Og hvers vegna? Jú, það er vegna þessa hvimleiða ávana að setja inn á textavarpið setningar sem byrja á orðinu -og-. Það hefur aldrei verið talin góð latína að byrja setningar í ritmáli á -og- , reyndar verið talið hreinlega ljótt, ef ég man rétt viðbrögð íslenskukennaranna minna forðum ef einhver slysaðist til þess arna. Mér finnst gegna öðru um talmál og alls ekkert að því í fréttalestri að nota þessa byrjun enda oft notuð í upphafi síðustu fréttar eða einhvers þess þess sem hnýtt er sem lokahnútur á fréttalestur. Mér virðist aðrar svæðisstöðvar yfirfara texta sinn áður en til innsláttar á textavarp kemur en svæðisútvarpið vestra færa sinn ritaða fréttatexta beint inn. Þetta finnst mér miður ef rétt er, og setur dálítið klaufalegan blæ á textann, oft og tíðum. Að öðru leyti er svæðisútvarpið almennt gott og sinnir sínu hlutverki með sóma, að ég tel. Finnbogi og hans fólk eiga þakkir skildar fyrir ýtarlega fréttaumfjöllun sem á sinn þátt í að halda okkur burtflognum í sambandi við upprunann.
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
Korpúlfsstaðir.
Undanfarið hafa ratað í fréttir deilur borgaryfirvalda og foreldra barna í Korpuskóla. Þar eru foreldrar óánægðir með meintan seinagang yfirvalda við að finna skólanum varanlegt húsnæði, þá væntanlega með nýbyggingu. Útboðsmál byggingar nýs skólahúss munu hafa þurft endurskoðunar og á meðan býr skólinn við bráðabirgðaaðstöðu að Korpúlfsstöðum. Telja foreldrar þá aðstöðu með öllu óviðunandi.
Nú veit ég ekki alveg hvað gerir skóla að skóla. Er það fólkið, andinn eða húsið? Einhvern veginn finnst mér erfitt að ímynda mér virðulegra hlutverk þessa stóra, fallega og sögufræga húss en að nýtast sem fræðslusetur æskunnar. Er það virkilega svo að þrátt fyrir alla þá hönnunar- og verkþekkingu sem við búum yfir sé ekki hægt að gera Korpúlfsstaði þannig úr garði að bæði fullorðnir og börn geti verið ánægð og stolt af sínu skólahúsi? Ætli það sé kostnaðarhliðin? Byggingarkostnaður opinberra bygginga hér á landi fer skv. hefðinni allajafna 70-150% fram úr kostnaðaráætlunum. Svo virðist einnig vera um endurgerðarkostnað, sbr. Þjóðmenningarhúsið. Skyldum við nokkuð sjá eftir örfáum milljónatugum í að breyta Korpúlfsstöðum úr fjósi í grunnskóla? Þessi lausn yrði kannski ekki sú ódýrasta en án efa sú sem allir hlutaðeigandi gætu orðið ánægðastir með. Það er reisn og glæsileiki yfir þessu húsi og víst yrði því vandfundið meira gefandi hlutverk.
Nú veit ég ekki alveg hvað gerir skóla að skóla. Er það fólkið, andinn eða húsið? Einhvern veginn finnst mér erfitt að ímynda mér virðulegra hlutverk þessa stóra, fallega og sögufræga húss en að nýtast sem fræðslusetur æskunnar. Er það virkilega svo að þrátt fyrir alla þá hönnunar- og verkþekkingu sem við búum yfir sé ekki hægt að gera Korpúlfsstaði þannig úr garði að bæði fullorðnir og börn geti verið ánægð og stolt af sínu skólahúsi? Ætli það sé kostnaðarhliðin? Byggingarkostnaður opinberra bygginga hér á landi fer skv. hefðinni allajafna 70-150% fram úr kostnaðaráætlunum. Svo virðist einnig vera um endurgerðarkostnað, sbr. Þjóðmenningarhúsið. Skyldum við nokkuð sjá eftir örfáum milljónatugum í að breyta Korpúlfsstöðum úr fjósi í grunnskóla? Þessi lausn yrði kannski ekki sú ódýrasta en án efa sú sem allir hlutaðeigandi gætu orðið ánægðastir með. Það er reisn og glæsileiki yfir þessu húsi og víst yrði því vandfundið meira gefandi hlutverk.
mánudagur, febrúar 09, 2004
Kennslustund í feðgum.
Í Fréttablaðinu í morgun, bls. 8 má lesa frétt um "feðgana frá Rifi". Þar kemur í ljós (svo sem menn mátti gruna) að höfuðfeðgurinn (ég hefi ákveðið af mínu frjálslyndi að sætta mig við nýyrðasmíði Reynis Traustasonar) heitir Kristján Guðmundsson og undirfeðgarnir (nýyrðasmíði mín) heita síðan Guðmundur og Hjálmar. Skv. fréttinni hafa þeir feðgar nýverið keypt færeyska frystitogarann "Hvilftenni" og gefið honum nafnið "Guðmundur í Nesi". Ég hef skoðað þetta skip og get sagt að af því geta menn verið stoltir, þetta er glæsileg fleyta og afar góð viðbót við skipastólinn. Hitt er annars athyglisvert, að þetta skip kemur í stað togarans "Eldborg" sem hefur verið seldur til Eistlands. Það skip er Ísfirðingum vel kunnugt sem "Skutull", skip Togaraútgerðarinnar, sem ég nefndi kirsuber í gær. Það er annars gott til þess að vita að duglegir menn geti enn gert það gott í sjávarútvegi á Íslandi..........................(og ef einhver skyldi halda annað, þá er þessum degi eytt heima við í flensufríi)
sunnudagur, febrúar 08, 2004
Sorrí, Stína!
Ég fann ekki aftur greinina hans Reynis Traustasonar og því er ég kannski að hnýta að ósekju í Fréttablaðið vegna hennar. Mig minnir að ég hafi séð hana þar. Ef ekki, þá - sorrí! Kannski var hún í DV.
frh.
Að sjálfsögðu er einfaldast og öruggast að draga alla skuldarana undir einn hatt og reyna þannig að hafa áhrif á afkomuna, að öðrum kosti útbúa söluhæfan pakka með áðurnefndu kirsuberi sem þá ynni sem gulrót. En að Básafell hafi verið "óskabarn vestfirðinga" er fjarri sanni. Nær væri að ætla að flestir hafi glott í laumi að tilburðunum, þótt mönnum væri almennt ekki hlátur í hug yfir ástandi þeirra fyrirtækja sem um var að ræða. Sem kunnugt er var Básafell síðan selt Guðmundi Kristjánssyni frá Rifi til niðurrifs. Reynir fjallar einnig um sölu ÚA til "feðganna frá Rifi" svo sem hann kallar og tengir þessar tvær sölur saman með því að ótti ríki á Akureyri um að nú verði ÚA hlutað sundur á sama hátt. Og svo kemur gullkornið: " í því sambandi minnast menn höfuðfeðgans, Guðm. Kristjánssonar......" Höfuðfeðgans? Reynir, hvað er að? Er G.K. höfuðfeðgurinn, eða hvað? Maðurinn er hálffimmtugur eða þ.u.b. og hverjir eru þá hinir feðgarnir? Guttarnir hans? Er yfir höfuð til eitthvað sem heitir höfuðfeðgur? Ókei, Ókei. Nýyrði. Að síðustu: lítil frétt um daginn á innsíðu bar yfirskriftina "Bútasaumið vinsælt". Það er gott til þess að vita að bútasaumurinn njóti enn vinsælda.
Höfuð--- hvað?
Það er skemmtilegt blað, Fréttablaðið. Í dag er að venju á bakhliðinni dálkur þar sem fjallað er um "bakhlið" einhvers ákveðins einstaklings sem oftast er þjóðþekktur. Í þetta sinn sýnir dálkurinn okkur bakhliðina á Ellý Ármannsdóttur sjónvarpsþulu. ( ef marka má titil) 'I yfirskrift kemur fram að Ellý er sátt við að vera Linda Ásgeirs. Í kynningu einstaklingsins kemur fram að Ellý er leikkona og þáttagerðarkona. Þar sem spurt er hvort Ellý vildi heldur vera Nicole Kidman eða Cath. Zeta Jones kemur aftur fram að Ellý er sátt við að vera Linda Ásgeirs.(!!!!!!) Ókei, öllum geta orðið á mistök. Öllu verra er þegar blaðamaður á borð við Reyni Traustason frá Flateyri, sem hefur einnig skapað sér nafn sem rithöfundur, sendir frá sér stóra grein um samþjöppun eignarhalds í sjávarútvegi. Þar nefnir hann Básafell óskabarn vestfirðinga. Ekkert er fjarri sanni. Básafell var sem kunnugt er andvana fæddur hrærigrautur meira og minna gjaldþrota fyrirtækja, skreyttur með kirsuberi Togaraútgerðar Ísfirðinga í toppinn, eina fyrirtækinu í hópnum sem stóð sæmilega. Hugmyndin var aldrei önnur en sú að þjappa skuldapakkanum (sem aðallega samanstóð af olíuskuldum í eigu Esso) og hafa þannig stjórnunina á einni hendi.
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
frh.
Við rætur Langjökuls mátti greina jeppaumferð í hlíðum hans. Við ókum nokkuð hátt upp jökulsporðinn en áður en efstu brún var náð snerum við í vesturátt, enda var þá farið að bregða birtu, klukkan orðin rúml. 6 og tókum stefnuna niður af jöklinum að skála sem stendur rétt norðan við þar sem heitir Þjófakrókur. Þegar niður kom var aukið við loftið í dekkjunum með loftdælu bílsins og síðan haldið upp að Kalmanstungu, yfir að Fljótstungu og niður Hvítársíðu "í átt til mannaheima" Í Borgarnesi voru dekkin loftfyllt að fullu, snæddur síðbúinn kvöldverður og haldið heim á mettan maga. Í borginni vorum við um kl. 22.30
frh.
Úr fjarlægð blasti við rönd í hlíðum Skjaldbreiðar sem lá frá rótum að toppi. Þegar nær dró mátti sjá að röndina mynduðu ótal hjólför í snjónum, svo mikil var umferðin um hlíðar fjallsins. Skal strax tekið fram að hvergi var gróður þó hjólum troðinn, enda sá litli gróður sem þarna er allur á kafi í snjó. Upp hlíðina runnum við og er á toppinn var komið blasti við ógleymanlegt útsýni. Þingvallavatnið lagt ísi sem sólin glampaði á, Hlöðufellið eins og kóngur rétt í austri og norðar trónuðu Þóris- og Geitlandsjöklar sólbaðaðir. Við dvöldum stund við gíginn á Skjaldbreið í góðum félagsskap fólks sem þar naut augnabliksins og manni fannst eins og tíminn stæði kyrr.(sem hann hefur jú trúlega gert nokkuð lengi á þessum stað) Þegaar við hins vegar áttuðum okkur á því að svo var ekki bjuggumst við til ferðar á ný og héldum í norður í átt að Lambahlíðum. Við ókum síðan meðfram Þórisjökli og höfðum örstutta dvöl við skálann "Slunkaríki". Síðan var ekið áfram norður eftir og nú meðfram Geitlandsjökli með stefnu á Langjökul. Vatn eitt er á svæðinu milli Þóris-og Geitlandsjökuls sem við höfðum ekki nafn á,en ókum austurbakka þess........ frh
Afsakið.
Vegna bilunar komst skrifari ekki inn á sína eigin síðu og var orðinn bólginn af efni sem fer væntanlega að birtast.
Mér var boðið í skemmtilega ferð sl. laugardag. Veðrið var "alletiders", sól í heiði og nægur ferðasnjór til fjalla. Félagi minn,jeppamaður, af guðs náð gæddur flestu því sem til þarf svo að árangur megi nást í því sporti, bauð mér á fjöll. Raunar var komið fram yfir hádegi svo að ekki var útlit fyrir langa ferð en við ókum samt inn á Gjábakkaveg (sem er alloft ranglega nefndur Lyngdalsheiði. Hún er mun sunnar) til að sjá hvað hinir væru að bralla, því eins og ég lærði liggur af Gjábakkavegi til norðurs ein fjölfarnasta leiðin inn á Skjaldbreið. Við ókum rétt inn á hraunið norðan vegar þar sem hleypt var lofti úr dekkjum. Hálfvegis á "felgunni" héldum við síðan áleiðis inn í land og umferðin bæði með og móti minnti helst á miðbæ Rvk. á þorláksmessu. Mig undraði mest hversu góðum ferðahraða var hægt að halda á jafn ósléttu undirlagi en þar mun hafa ráðið mestu handbragð og útfærsla félaga míns á sínum heimasmíðaða fjallabíl. Einnig munu stóru dekkin gefa talsverða fjöðrun þegar loft hefur verið minnkað í þeim. frh.
Mér var boðið í skemmtilega ferð sl. laugardag. Veðrið var "alletiders", sól í heiði og nægur ferðasnjór til fjalla. Félagi minn,jeppamaður, af guðs náð gæddur flestu því sem til þarf svo að árangur megi nást í því sporti, bauð mér á fjöll. Raunar var komið fram yfir hádegi svo að ekki var útlit fyrir langa ferð en við ókum samt inn á Gjábakkaveg (sem er alloft ranglega nefndur Lyngdalsheiði. Hún er mun sunnar) til að sjá hvað hinir væru að bralla, því eins og ég lærði liggur af Gjábakkavegi til norðurs ein fjölfarnasta leiðin inn á Skjaldbreið. Við ókum rétt inn á hraunið norðan vegar þar sem hleypt var lofti úr dekkjum. Hálfvegis á "felgunni" héldum við síðan áleiðis inn í land og umferðin bæði með og móti minnti helst á miðbæ Rvk. á þorláksmessu. Mig undraði mest hversu góðum ferðahraða var hægt að halda á jafn ósléttu undirlagi en þar mun hafa ráðið mestu handbragð og útfærsla félaga míns á sínum heimasmíðaða fjallabíl. Einnig munu stóru dekkin gefa talsverða fjöðrun þegar loft hefur verið minnkað í þeim. frh.